Að komast í Besta hund Sýningar
Besti hundur/besta tík
Allir hundar/tíkur sem hlotið hafa meistaraefni keppa um sætaröðun 1-4 og titilinn “besti rakki tegundar / besta tík tegundar. “
Á alþjóðlegum sýningum er keppt um alþjóðlegt meistarastig (CACIB) og vara-alþjóðlegt meistarastig (Res. CACIB) í þessum keppnisflokki. Alþjóðlegt meistarastig má aðeins veita þeim hundi sem náð hefur 15 mánaða aldri (sjá kafla II, gr.8) og sem ekki hefur öðlast alþjóðlega meistaranafnbót (INTUCH) staðfesta af FCI.
Besti hundur tegundar
Besti rakki og besta tík keppa um titilinn „Besti hundur tegundar (BOB = Best Of Breed) og Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS = Best Opposite Sex). Dæmi fleiri en einn dómari viðkomandi tegund, skal sýningarstjórn tilnefna annan þeirra til að velja BOB. BOB keppir um sætaröðun 1-4 í þeim tegundahópi sem hundakynið tilheyrir.
Besti hundur tegundarhóps
Á alþjóðlegum sýningum keppir BOB hvers hundakyns um titilinn Besti hundur tegundarhóps (BIG) og sætaröðun 1-4. Tegundarhópar eru tíu og gilda reglur FCI um hvaða hundakyn tilheyra hverjum. Dæma má saman í tegundarhópum 4 / 6 og hunda í tegundarhópum 7 / 8.
Besti hundur sýningar
Sigurvegari hvers tegundarhóps keppir til úrslita og sætaröðun 1-4 í Besta hund sýningar (BIS)
Allir hundar/tíkur sem hlotið hafa meistaraefni keppa um sætaröðun 1-4 og titilinn “besti rakki tegundar / besta tík tegundar. “
Á alþjóðlegum sýningum er keppt um alþjóðlegt meistarastig (CACIB) og vara-alþjóðlegt meistarastig (Res. CACIB) í þessum keppnisflokki. Alþjóðlegt meistarastig má aðeins veita þeim hundi sem náð hefur 15 mánaða aldri (sjá kafla II, gr.8) og sem ekki hefur öðlast alþjóðlega meistaranafnbót (INTUCH) staðfesta af FCI.
Besti hundur tegundar
Besti rakki og besta tík keppa um titilinn „Besti hundur tegundar (BOB = Best Of Breed) og Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS = Best Opposite Sex). Dæmi fleiri en einn dómari viðkomandi tegund, skal sýningarstjórn tilnefna annan þeirra til að velja BOB. BOB keppir um sætaröðun 1-4 í þeim tegundahópi sem hundakynið tilheyrir.
Besti hundur tegundarhóps
Á alþjóðlegum sýningum keppir BOB hvers hundakyns um titilinn Besti hundur tegundarhóps (BIG) og sætaröðun 1-4. Tegundarhópar eru tíu og gilda reglur FCI um hvaða hundakyn tilheyra hverjum. Dæma má saman í tegundarhópum 4 / 6 og hunda í tegundarhópum 7 / 8.
Besti hundur sýningar
Sigurvegari hvers tegundarhóps keppir til úrslita og sætaröðun 1-4 í Besta hund sýningar (BIS)