|
|
Upplýsingar um Risaschnauzer
Information's about the Giant Schnauzer in Icelandic
Giant Schnauzerinn - Risaschnauzer - er að matin margra hinn fullkomni fjölskylduhundur. Hann jafn mikil félagsvera eins og hann er varðhundur. Helsta útlitseinkenni schnauzersins er skeggið og stórar augabrúnir
Útliseinkenni og stærð
Risaschnauzer er mjög sterkbyggður hundur og hefur stríhærðan og stífan yfirfeld og mjúkan undirfeld. Tegundin eru með stórar og úfnar augabrýr sem vaxa í einhverskonar boga fram yfir augun, og skegg. Schnauzerinn á að vera jafn hár og hann er langur - square body. Með djúpan brjóstkassa og stutta lend. Höfuðuð á að vera helgingurinn af lengd hundsins. Tveir litir eru viðurkenndir í Risanum en það eru heil svartur og svo pipar og salt (grár).
Risa schnauzerinn er 60-70 cm og vega um 35-45 kg. Þótt að Risinn sé kallaður Risi þýðir það ekki að hann sé með stæðstu tegundum sem til eru. Honum svipar mjög til Dobermansins í hæð.
Skapgerð
Risinn er gáfðar og áreiðanlegar, þeir vilja vernda fjölskyldu sína til hin ýtrasta og eru því mjög góðir varðhundar. Risaschnauzerinn er mikilfenglegur og stór hundur en þrátt fyrir stærðina er hann mjög vinalegur og elskulegur við fólk sem hann þekkir og heldur oft á tíðum að hann sé frekar á stræð við litla frænda sinn, dvergschnauzerinn. Risinn er tilvalinn fjölskylduhundur þar sem hann er mjög þolinmóður innan um börn og er hann fjörmikill, kátur og vill alltaf fá að vera með í öllum leik. Hann er þó ekki alltaf mjög hentugur innan um lítil börn og getur auðveldlega velt þeim um koll með leikgleði sinni.
Risann þarf að umhverfisvenja vel frá unga aldri því annars getur hann orðið tortrygginn við ókunnugt fólk síðar meir. Risinn er ekki hundurinn sem vill vera einn og unir sér illa einn út í garði. Hann er félagsvera og vill vera með fjölskylduni sinni.
Fái risinn ekki nægan tíma með eigandanum sínum er hætta á að risinn tapi virðingunni fyrir eigandanum sínum og það getur orðið að stóru vandamáli. Þetta er gáfuð tegund en verður fljótt leiður ef hann hefur ekkert að gera. Ef risinn er skildinn eftir einn heima til lengri tíma á hann það til að skemma húsgögn og annað vegna leiðinda.
Risinn sem getur orðið óstjórnlegur ef hann fær ekki þá athygli og aga sem hann þarf. EN, ef þú hugsar um hann eins og það á að hugsa um hann, þá verður þér verðlauna með tryggum, traustum, elskulegum félaga sem mun gera allt fyrir þig.
Þjálfun
Risinn er auðveldur í þjálfun og hefur mjög gaman af hverskyns þjálfun. Mikilvægt er að byrja þjálfun snemma og koma á reglum fyrir hundinn. Risinn er ekkert sérstaklega hrifin af endurtekningum því þarf oft að passa að hafa þjálfunina fjölbreytta og skemmtilega.
Risinn hentar vel í spor, varðhundur, lögreglu vinnu, keppnishlýðni, björgunarhundur, smölun, vagndrátt, þjónustuhundur.. bara til að nefna eitthvað.
Umhirða - feldur
Til að halda feldinum hreinum og lausum við flækjur, þarf að bursta hann reglulega og reita. Burstun einu sinni í viku heldur feldinum flókalausum, losar um dauðhár og heldur feldinum glansandi og flottum. Til að halda feldinum stríum þarf að reita feldin reglulega, einnig þarf að snyrta eyru, háls og í kringum augu.
Sé ætlunin ekki að sýna Risan er einnig hægt að raka hundinn niður. Það er gert á 4-6 mánaðarfresti, eftir hárvexti. Hundur sem er rakaður getur fengið mýkri feld og er það vegna þess að ytri feldurinn er rakaður um leið og undirullin sem á það til að vaxa ögn hraðar.
Schnauzerinn á ekki að þurfa að baða oft. Nóg er að baða hundinn hef hann hefur komist í eitthvað illa lyktandi. Í flestum tilfellum er nóg að bursta hundinn.
Klippa þarf klær reglulega - 1 í viku og passa að hárin á milli tánna séu ekki flækt.
Saga og uppruni
Risaschnauzerinn kemur frá þýskalandi eins og hinar schnauzertegundirnar. Standardinn er talin vera fyrirmynd Risans og Dvergsins. Dvergurinn var ræktaður niður í stærð á meðan Risinn var ræktaður upp í stærð.
Bouvier des Flandres og svartur Stóri Dani eru taldar vera meðal þeirra tegundar sem notaður í ræktun á Risanum. Tilgangurinn var að búa til stærri hund sem væri fjölskylduhundur en gæti jafnframt þjónað hlutverki sem varðhundur, og var hann oft notaðut til þess að gæta nautgripa. Risaschnauzerinn var lítt þekktur utan þýskalands þangað til rétt fyrir lok fyrir heimstyrjaldarinnar. Það var ekki fyrr en þá að menn fóru að sjá notagildi hundsins í víðara ljósi og hægt væri að nota hann sem sendiboða og leitarhund. Eftir stríði dreyfðist orðspor Risans hratt út sem afbragðs vinnuhundur og fjölskyldufélagi.
Í dag er risa Schnauzerinn enn notaður sem varðhundur og einnig er hann tiltölulega vinsæll sem lögregluhundur.
Heilsufar
Risinn er almennt heilsuhraust tegund. Algengasta dánarorsökin er, eins og í flestum tegundum, krabbamein. Algengasta krabbamein í risanum er krabbamein í tám.
Aðrir sjúkdómar sem geta herjað á risan eru:
Meðallíftími risa schnauzerinn að meðaltali 10 to 12 ár
Útliseinkenni og stærð
Risaschnauzer er mjög sterkbyggður hundur og hefur stríhærðan og stífan yfirfeld og mjúkan undirfeld. Tegundin eru með stórar og úfnar augabrýr sem vaxa í einhverskonar boga fram yfir augun, og skegg. Schnauzerinn á að vera jafn hár og hann er langur - square body. Með djúpan brjóstkassa og stutta lend. Höfuðuð á að vera helgingurinn af lengd hundsins. Tveir litir eru viðurkenndir í Risanum en það eru heil svartur og svo pipar og salt (grár).
Risa schnauzerinn er 60-70 cm og vega um 35-45 kg. Þótt að Risinn sé kallaður Risi þýðir það ekki að hann sé með stæðstu tegundum sem til eru. Honum svipar mjög til Dobermansins í hæð.
Skapgerð
Risinn er gáfðar og áreiðanlegar, þeir vilja vernda fjölskyldu sína til hin ýtrasta og eru því mjög góðir varðhundar. Risaschnauzerinn er mikilfenglegur og stór hundur en þrátt fyrir stærðina er hann mjög vinalegur og elskulegur við fólk sem hann þekkir og heldur oft á tíðum að hann sé frekar á stræð við litla frænda sinn, dvergschnauzerinn. Risinn er tilvalinn fjölskylduhundur þar sem hann er mjög þolinmóður innan um börn og er hann fjörmikill, kátur og vill alltaf fá að vera með í öllum leik. Hann er þó ekki alltaf mjög hentugur innan um lítil börn og getur auðveldlega velt þeim um koll með leikgleði sinni.
Risann þarf að umhverfisvenja vel frá unga aldri því annars getur hann orðið tortrygginn við ókunnugt fólk síðar meir. Risinn er ekki hundurinn sem vill vera einn og unir sér illa einn út í garði. Hann er félagsvera og vill vera með fjölskylduni sinni.
Fái risinn ekki nægan tíma með eigandanum sínum er hætta á að risinn tapi virðingunni fyrir eigandanum sínum og það getur orðið að stóru vandamáli. Þetta er gáfuð tegund en verður fljótt leiður ef hann hefur ekkert að gera. Ef risinn er skildinn eftir einn heima til lengri tíma á hann það til að skemma húsgögn og annað vegna leiðinda.
Risinn sem getur orðið óstjórnlegur ef hann fær ekki þá athygli og aga sem hann þarf. EN, ef þú hugsar um hann eins og það á að hugsa um hann, þá verður þér verðlauna með tryggum, traustum, elskulegum félaga sem mun gera allt fyrir þig.
Þjálfun
Risinn er auðveldur í þjálfun og hefur mjög gaman af hverskyns þjálfun. Mikilvægt er að byrja þjálfun snemma og koma á reglum fyrir hundinn. Risinn er ekkert sérstaklega hrifin af endurtekningum því þarf oft að passa að hafa þjálfunina fjölbreytta og skemmtilega.
Risinn hentar vel í spor, varðhundur, lögreglu vinnu, keppnishlýðni, björgunarhundur, smölun, vagndrátt, þjónustuhundur.. bara til að nefna eitthvað.
Umhirða - feldur
Til að halda feldinum hreinum og lausum við flækjur, þarf að bursta hann reglulega og reita. Burstun einu sinni í viku heldur feldinum flókalausum, losar um dauðhár og heldur feldinum glansandi og flottum. Til að halda feldinum stríum þarf að reita feldin reglulega, einnig þarf að snyrta eyru, háls og í kringum augu.
Sé ætlunin ekki að sýna Risan er einnig hægt að raka hundinn niður. Það er gert á 4-6 mánaðarfresti, eftir hárvexti. Hundur sem er rakaður getur fengið mýkri feld og er það vegna þess að ytri feldurinn er rakaður um leið og undirullin sem á það til að vaxa ögn hraðar.
Schnauzerinn á ekki að þurfa að baða oft. Nóg er að baða hundinn hef hann hefur komist í eitthvað illa lyktandi. Í flestum tilfellum er nóg að bursta hundinn.
Klippa þarf klær reglulega - 1 í viku og passa að hárin á milli tánna séu ekki flækt.
Saga og uppruni
Risaschnauzerinn kemur frá þýskalandi eins og hinar schnauzertegundirnar. Standardinn er talin vera fyrirmynd Risans og Dvergsins. Dvergurinn var ræktaður niður í stærð á meðan Risinn var ræktaður upp í stærð.
Bouvier des Flandres og svartur Stóri Dani eru taldar vera meðal þeirra tegundar sem notaður í ræktun á Risanum. Tilgangurinn var að búa til stærri hund sem væri fjölskylduhundur en gæti jafnframt þjónað hlutverki sem varðhundur, og var hann oft notaðut til þess að gæta nautgripa. Risaschnauzerinn var lítt þekktur utan þýskalands þangað til rétt fyrir lok fyrir heimstyrjaldarinnar. Það var ekki fyrr en þá að menn fóru að sjá notagildi hundsins í víðara ljósi og hægt væri að nota hann sem sendiboða og leitarhund. Eftir stríði dreyfðist orðspor Risans hratt út sem afbragðs vinnuhundur og fjölskyldufélagi.
Í dag er risa Schnauzerinn enn notaður sem varðhundur og einnig er hann tiltölulega vinsæll sem lögregluhundur.
Heilsufar
Risinn er almennt heilsuhraust tegund. Algengasta dánarorsökin er, eins og í flestum tegundum, krabbamein. Algengasta krabbamein í risanum er krabbamein í tám.
Aðrir sjúkdómar sem geta herjað á risan eru:
- Vanstarfsemin skjaldkirtils – verður þegar skjaldkirtillinn virkar ekki eðlilega leiðir það til ýmissa veikinda þar sem líkamann fer að vanta skjaldkirtilshormón.
- Flogaveiki – kemur oftast fram á milli 2ja og 5 ára.
- Vagl - himna sem sest á augað/augun, getur valdið blindu
- Cryptorchidism – annað eða bæði eistun ganga ekki niður.
- Sykursýki
- Briskirtilsbólga – bólga í briskirtli sem leiðir til minnkaðrar matarlystar, uppkasta og kviðverkja.
- Portosystemic shunt – þetta er vegna galla á blóðflæði og lifur. Blóðið sleppir því að fara í gegnum lifrina sem leiðir til uppsöfnunar á hinum ýmsu eiturefnum í líkamanum.
Meðallíftími risa schnauzerinn að meðaltali 10 to 12 ár