Hvernig á að nudda eyru?
Þetta er hægt að gera bæði á hvolpum og fullornum hundum. Flestir eigendur “sýningarhunda” nota þessa nuddaðferð sem vara aðferð til að hjálpa eyrum að fá rétt brot og sitja á réttum stað. Ég hvet alla til að gera þetta, þar sem rétt brot er mun fallegra.
Það er hægt að gera þetta þegar hundurinn er rólegur í staðinn fyrir klapp.
Hundur með rétta þyngd og áferð á eyrum mun venjulega hafa rétt eyru þegar hann eldist, en ef hundurinn er með lítil eyru og mikið brjósk eru eyrun “viljugri” til að haldast á lofti. Og sama hversu mikið þau eru teipuð eða nudduð mun aðeins laga þetta tímabundið. Sem betur fer eru þessi litlu eyru ekki algeng nú til dags, en ef þú hefur áhyggjur af hvolpaeyrunum er gott að kunna þessa nudd aðferð.
Láttu hundunn sitja við hliðina á þér eða á gólfinnu fyrir framan stólinn hjá þér.
Notaðu báðar hendur, leggðu þumalfingurinn ofan á eyrað og vísifingurinn fyrir framan brotið
Þrýstið laust á og notið upp og niður hreyfingu (eins og þú værir með lítinn bolta á milli puttana). Nuddið þumalfingrinum upp að brotinu að aftan og snúðu úlnliðnum örlítið og upp og fram. Á sama tíma færið vísifingurinn niður svo það myndist mikið brot, efst og í miðju eyranu. Nuddið svona í smá stund. Því lengur, þeimun betra. Þetta er allt og sumt og hundurinn elskar þetta