Einkunn í gæðadómi
Excellent í gæðadómi: Hundurinn kemst mjög nálægt staðli hundakynsins að gerð og byggingu, sýndur í frábæru líkamlegu formi og í góðu andlegu jafnvægi; stórglæsilegur og af háum gæðum. Kostir hans sem fulltrúa hundakynsins eru svo augljósir að óverulegir útlitsgallar draga hann ekki niður; tilhlýðlegur munur er á tík / rakka.
Very Good í gæðadómi: Hundurinn er dæmigerður að gerð og bygging hans er í góðu jafnvægi. Líkamlegt form er gott. Minniháttar gallar eru þolanlegir, enda kemur enginn þeirra niður á heilbrigðri byggingu hundsins. Þessa einkunn má einungis veita hundi sem býr yfir glæsileik.
Good í gæðadómi: Hundurinn er viðunandi hvað varðar gerð, en hefur þó sýnilega galla.
Sufficient í gæðadómi: Hundurinn er sæmilegur að gerð en þó ekki týpiskur fulltrúi hundakynsins eða í lélegu formi.
0. einkunn í gæðadómi: Hundur er ekki dæmigerður að gerð og byggingu fyrir hundakynið; hann sýnir árásargirni eða hegðun sem er í algeru ósamræmi við eiginleika hundakynsins; hann er ekki með tvö eðlileg og rétt staðsett eistu; hann er með tann- eða kjálkagalla; litar- eða feldgalla eða er albínói. Þessi einkunn er einnig gefin hundi þar sem gerð eða bygging hans kemur niður á heilsu hans eða almennu heilbrigði og hundi sem er með gala sem er óásættanlegur (disqualifying) samkvæmt staðli hundakynsins. Ástæður 0 einkunnar skal alltaf tilgreina í umsögn og á niðurstöðublaði. Hundur sem í þrígang hefur fengið einkunnina 0 vegna skapgerðar / hegðunar skal útilokaður frá keppni hundasýninga HRFÍ.
"Ekki hægt að dæma” (EHD): Þessi umsögn er gefin hundi sem á því augnarbliki sem dómarinn er að dæma hann, hreyfir sig ekki, víkur sér undan handfjötlun og skoðun dómara t.d. á tönnum, líkamsbyggingu, skotti og eistum, stekkur stöðugt upp á sýnanda, reynir að komast út úr hringnum eða hegðar sér þannig eða er þannig á sig kominn líkamlega að ekki er hægt að dæma hreyfingar hans eða líkamsbyggingu. Sama getur átt við um hund sem dómari telur sig sjá merki um eða hefur ríka ástæðu til að gruna að aðgerð hafi verið gerð á eða hannmeðhöndlaður þannig að það geti haft áhrif á dóm. Ástæðu umsagnarinnar skal getið í umsögn og á niðurstöðublaði.
ME (Mætir ekki)
"Ekki hægt að dæma” (EHD): Þessi umsögn er gefin hundi sem á því augnarbliki sem dómarinn er að dæma hann, hreyfir sig ekki, víkur sér undan handfjötlun og skoðun dómara t.d. á tönnum, líkamsbyggingu, skotti og eistum, stekkur stöðugt upp á sýnanda, reynir að komast út úr hringnum eða hegðar sér þannig eða er þannig á sig kominn líkamlega að ekki er hægt að dæma hreyfingar hans eða líkamsbyggingu. Sama getur átt við um hund sem dómari telur sig sjá merki um eða hefur ríka ástæðu til að gruna að aðgerð hafi verið gerð á eða hannmeðhöndlaður þannig að það geti haft áhrif á dóm. Ástæðu umsagnarinnar skal getið í umsögn og á niðurstöðublaði.
ME (Mætir ekki)