Flokkar
Skráning í flokka miðast við aldur hundsins og þann árangur sem hundurinn hefur náð áður. Tekið er mið af fyrsta degi sýningar vari sýningin lengur en einn dag
Ungviðaflokkur
Ungviðaflokkur er flokkur fyrir hvolpa á aldrinum 4 - 6 mánaða. Hvolpurinn fær skriflega umsögn en einkunn er ekki gefin. Keppt er um sætaröðun. Sérlega lofandi hvolpar geta fengið Heiðursverðlaun.
Hvolpur í fyrsta sæti sem jafnframt fær Heiðursverðlaun, keppir um titilinn ,,Besta ungviði tegundar". Sá keppir síðan til úrslita um besta ungviði sýningar (eða dagsins, ef sýning stendur í tvo eða fleiri daga).
Hvolpaflokkur
Hvolpaflokkur er flokkur fyrir hvolpa á aldrinum 6 - 9 mánaða
Hvolpurinn fær skriflega umsögn en ekki einkunn. Keppt er um sætaröðun. Sérlega lofandi hvolpar geta fengið Heiðursverðlaun
Hvolpur í fyrsta sæti sem jafnframt fær Heiðursverðlaun, keppir um titilinn ,,Besti hvolpur tegundar". Sá keppir síðan til úrslita um besta ungviði sýningar (eða dagsins ef sýning stendur í tvo eða fleiri daga).
Ungliðaflokkur
Ungliðaflokkur er flokkur fyrir hunda á aldrinum 9 - 18 mánaða.
Í ungliðaflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn.
Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Hundar sem hljóta Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / tík tegundar. [Ungliðar koma ekki til álita fyrir CACIB stig]
Unghundaflokkur
Unghundaflokkur er flokkur fyrir hunda á aldrinum 15 - 24 mánaða. Í unghundaflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn. Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Hundar sem hljóta Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / tík tegundar.
Opinn flokkur
Opinn flokkur er fyrir hunda sem eru 15 mánaða og eldri.
Hunda með íslenska meistaranafnbót (ISCH, ISSCH) er ekki hægt að skrá í opinn flokk.
Í opnum flokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn.
Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Vinnuhundaflokkur
Vinnuhundaflokkur er fyrir Risaschnauzer. Flokkurinn er opinn hundum sem hafa uppfyllt kröfur skv. þeim og sem náð hafa15 mánaða aldri. Ath. að vottorð um árangur þarf að berast í síðasta lagi fyrir lokskráningar.Í vinnuhundaflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn. Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good, keppa um sætaröðun 1-4. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Hundar sem hljóta Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / bestu tík tegundar.
Meistaraflokkur
Þessi flokkur er opinn fyrir hunda sem náð hafa viðurkenndum meistaratitli (C.I.B., C.I.E. ISSCH, ISCH eða sambærilegum titlum FCI aðildarlanda eða frá félögum viðurkenndum af FCI).
Íslenskan meistara/ sýningarmeistara skal skrá í meistraraflokk eða öldungarflokk.
Í meistaraflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn.
Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Öldungaflokkur
Til þátttöku í öldungaflokki má skrá hund sem náð hefur 8 ára aldri Öldungur fær skriflega umsögn og einkunn.Öldungar með a.m.k. Very good keppir um sætaröðun 1-4. Öldungar í sérlega góðu formi geta hlotið Heiðursverðlaun. Excellent öldungar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins geta hlotið Meistaraefni.
Hundar með Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / bestu tík tegundar.
Rakki og tík með 1.sæti í öldungaflokki og Heiðursverðlaun eða Meistaraefni keppa um titilinn Besti Öldungur Tegundar. Sigurvegari þeirra keppni fer áfram í keppni um titilinn Besti Öldungur Sýningar. það gildir þó ekki um hunda sem vinna tegundarhóp sem hundakynið tilheyrir (BIG-1) og keppa til úrslita um Besta Hund Sýningar.
ATH! Hundur sem einungis eru skráður í öldungaflokk á alþjóðlegum sýningum getur hlotið íslenskt meistarastig en hann getur ekki keppt um alþjóðlegt meistarastig (CACIB) á aþjóðlegum sýningum.
Skráning í flokka miðast við aldur hundsins og þann árangur sem hundurinn hefur náð áður. Tekið er mið af fyrsta degi sýningar vari sýningin lengur en einn dag
Ungviðaflokkur
Ungviðaflokkur er flokkur fyrir hvolpa á aldrinum 4 - 6 mánaða. Hvolpurinn fær skriflega umsögn en einkunn er ekki gefin. Keppt er um sætaröðun. Sérlega lofandi hvolpar geta fengið Heiðursverðlaun.
Hvolpur í fyrsta sæti sem jafnframt fær Heiðursverðlaun, keppir um titilinn ,,Besta ungviði tegundar". Sá keppir síðan til úrslita um besta ungviði sýningar (eða dagsins, ef sýning stendur í tvo eða fleiri daga).
Hvolpaflokkur
Hvolpaflokkur er flokkur fyrir hvolpa á aldrinum 6 - 9 mánaða
Hvolpurinn fær skriflega umsögn en ekki einkunn. Keppt er um sætaröðun. Sérlega lofandi hvolpar geta fengið Heiðursverðlaun
Hvolpur í fyrsta sæti sem jafnframt fær Heiðursverðlaun, keppir um titilinn ,,Besti hvolpur tegundar". Sá keppir síðan til úrslita um besta ungviði sýningar (eða dagsins ef sýning stendur í tvo eða fleiri daga).
Ungliðaflokkur
Ungliðaflokkur er flokkur fyrir hunda á aldrinum 9 - 18 mánaða.
Í ungliðaflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn.
Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Hundar sem hljóta Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / tík tegundar. [Ungliðar koma ekki til álita fyrir CACIB stig]
Unghundaflokkur
Unghundaflokkur er flokkur fyrir hunda á aldrinum 15 - 24 mánaða. Í unghundaflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn. Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Hundar sem hljóta Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / tík tegundar.
Opinn flokkur
Opinn flokkur er fyrir hunda sem eru 15 mánaða og eldri.
Hunda með íslenska meistaranafnbót (ISCH, ISSCH) er ekki hægt að skrá í opinn flokk.
Í opnum flokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn.
Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Vinnuhundaflokkur
Vinnuhundaflokkur er fyrir Risaschnauzer. Flokkurinn er opinn hundum sem hafa uppfyllt kröfur skv. þeim og sem náð hafa15 mánaða aldri. Ath. að vottorð um árangur þarf að berast í síðasta lagi fyrir lokskráningar.Í vinnuhundaflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn. Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good, keppa um sætaröðun 1-4. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Hundar sem hljóta Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / bestu tík tegundar.
Meistaraflokkur
Þessi flokkur er opinn fyrir hunda sem náð hafa viðurkenndum meistaratitli (C.I.B., C.I.E. ISSCH, ISCH eða sambærilegum titlum FCI aðildarlanda eða frá félögum viðurkenndum af FCI).
Íslenskan meistara/ sýningarmeistara skal skrá í meistraraflokk eða öldungarflokk.
Í meistaraflokki fær hundur skriflega umsögn og einkunn.
Þeir hundar sem hlotið hafa a.m.k. Very good keppa um sætaröðun 1-4.. Excellent hundar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins, geta hlotið Meistaraefni.
Öldungaflokkur
Til þátttöku í öldungaflokki má skrá hund sem náð hefur 8 ára aldri Öldungur fær skriflega umsögn og einkunn.Öldungar með a.m.k. Very good keppir um sætaröðun 1-4. Öldungar í sérlega góðu formi geta hlotið Heiðursverðlaun. Excellent öldungar sem þykja svo framúrskarandi að gerð og byggingu og með svo óverulega galla að þeir geta talist framúrskarandi fulltrúar hundakynsins geta hlotið Meistaraefni.
Hundar með Meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka / bestu tík tegundar.
Rakki og tík með 1.sæti í öldungaflokki og Heiðursverðlaun eða Meistaraefni keppa um titilinn Besti Öldungur Tegundar. Sigurvegari þeirra keppni fer áfram í keppni um titilinn Besti Öldungur Sýningar. það gildir þó ekki um hunda sem vinna tegundarhóp sem hundakynið tilheyrir (BIG-1) og keppa til úrslita um Besta Hund Sýningar.
ATH! Hundur sem einungis eru skráður í öldungaflokk á alþjóðlegum sýningum getur hlotið íslenskt meistarastig en hann getur ekki keppt um alþjóðlegt meistarastig (CACIB) á aþjóðlegum sýningum.