Upplýsingar um Hlýðni
Hlýðni Þjálfun
Hlýðni Þjálfun á oftast við að þjálfun hund og hugtakið er oftast notað í því samhengi. Hlýðni þjálfun nær frá einfaldri hlýðni þjálfun, eins og að kenna hundi að bregðast við ýmsum skipunum eins og "sitja", "liggja", "koma" og "kyrr", til keppnis hlýðni með fleiri og flóknari skipunum, þar sem hund er dæmdur fyrir nákvæmni og framkvæmd æfinga.
Hlýðni felur í sér að fylgja eftir skipun sem gefin er af stjórnanda. Svo að hundur getur talist hlýðni en ekki aðeins þjálfaður í hlýðni, verður hann að framkvæma skipun sem honum er gefin fljótt og í hvert skipti sem skipun er gefin, af stjórnanda hans. Hundur getur farið í gegnum hlýðni þjálfun án þess að vera hlýðinn. Ef hundurinn á að geta talist hlýðni þjálfaður ætti hann að hlýða strax hverri skipun sem stjórnandi gefur honum. Í ströngustu merkingu ætti hlýðni þjálfaður hundur að vera hlýðinn hundur.
Að þjálfa hund í hlýðni getur verið endalaus og langur ferill. það fer allt eftir hundinum, aðferðunum sem notaðar eru, hæfni og skilningur þjálfarans og stjórnanda hundsins. Stig hlýðni þjálfunar sem stjórnandi vill ná með hundinn er líka stór þáttur í tíma sem fer í þjálfun auk þeirra skuldbindinga sem stjórnandinn er til í að setja í þjálfunina.
Hlýðni þjálfun er oft forsenda fyrir eða hluti af annari þjálfun.
Eiginleg þjálfun hundsins getur verið gerð af hverjum sem er, þjálfara, eiganda eða vini. Venjulega er það einstaklingurinn sem sér um hundinn og býr með honum sem tekur þátt og þjálfar hundinn, þar sem það eru þeir sem muni gefa skipanirnar. Sambands og traust milli hundsins og þjálfarans er mikilvægt til að ná árangri.
Grunn- eða byrjenda hlýðni er oft stutt námskeið sem geta verið frá 6 til 10 vikna námskeið, þar sem stjórnanda er sýnt hvernig á að eiga samskipti við hundinn og þjálfa hana í nokkrum einföldum skipunum. Í flestum aðferðum er hundi aðeins kend ein skipun í einu. Það þarf þó ekki alltaf að vera orð tengt æfingunni, að ganga fallega í taum eða taumstjórn, er oftast með fyrstum æfingum sem kend er áður en farið er í aðrar skipanir.
Sagan
Vinnuhundar hafa alltaf lært að hlýða skipunum sem tengjast þeirri vinnu sem þeir hafa gengt í gegnum tíðina, eins og til dæmist smala hundar sem reka hópa af dýrum eftir flautuðum skipunum frá fjárhirði eða veiðihundur sem leitar að bráð eða sækir bráð eftir skipun frá veiðimanni.
Á tuttugustu öldunni, formleg hundaþjálfun á rætur sínar að rekja til Hers- og Lögreglu notkunar, aðferðirnar sem notaðar eru að mestu endurspegluðu þjálfunaraðferðir á fólki. Um mið og seinni part aldarinnar, hinsvegar, sýndu fleiri og fleiri rannsóknir að breyting á frjálsri hegðun og jákvæð styrking varð vinsælli. Þjálfara sjávarspendýra notuð Klikkera til að "merkja" æskilega hegðun og gáfu nammi sem verðlaun. Breytingar í þjálfunar aðferðum dreifðust smátt og smátt inní heim hundaþjálfunar. Í dag treysta margir hundaþjálfara að miklu leiti á jákvæða styrkingu til að kenna hunda nýja hegðun.
Í grunnhlýðni vilja eigendur hunda sem þeir geta ánægjulega deilt húsi, bíl með eða göngutúr. Sumir hunda þurfa litla þjálfun til að læra að sitja, liggja, eða koma á skipun. Aðrir hundar geta verið meira krefjandi. Nýjir hundaeigendur gætu fundist þjálfunin of erfið og tekið litlum framförum afþví þeir ætlast til að hundurinn hagi sér og hugsi eins og manneskja og verða hissa og undrandi þegar hundurinn gerir það ekki.
Hundar sem fram á að geta gert áður nefndar skipanir og gengið fallega í taum auk annara æfinga geta tekið Bronsmerkja próf á vegum HRFÍ. En í Bronsmerkja prófi eru aðeins grunnhlýðni æfingar.
Hunda gáfur og þjálfun
Ákveðnar tegundir eins og Dobermann, þýskur fjárhundur, Border Collie, Labrador og Golden Retriver hafa það orðspor að vera auðveldari í þjálfun en aðra tegundur, eins og sumar Hound tegundur (afghan og wippet) og sleðahundar. Tegundir sem hafa verið ræktaðar í mörg ár til að framkvæma ákveðin verkefni umfram aðrar tegundir (t.d. blóðhundar og Husky) eða tegundir sem hafa verið ræktaðar til að vinna sjálfstætt (eins og terrir) geta verið ögrandi viðfangsefni að hlýðni þjálfa
Hunda gáfur getur sett á sig ýmsa mynd. Hundur sem er kannski ekki auðveldur í þjálfun getur aftur á móti átt mjög auðvelt með að finna út hvernig eigi að opna eldhússkápana eða að sleppa út vel girtum garði. Nýjir hunda eigendur verða að hafa í huga þjálfunareiginleika og orkustig hundsins, hreyfingarþörf og önnur atriði áður en þeir velja nýtt gæludýr. Miklar gáfur er ekki endilega góður hlutir í hundi þar sem gáfaður hundur getur þurft á mikilli daglegri andlegri örvun svo hann fari ekki að vera með leiðindi og eyðileggjandi.
Ekkert hundakyn er ómögulegt að hlýðni þjálfa, en nýjir hundaeigendur gætu fundist erfitt að þjálfa sumar tegundir. Hæfileikinn til að læra grunn hlýðni - og jafnvel margbrotin hegðun - býr í öllum hundum. Eigendur gætu bara þurft aðeins meiri þolinmæði, frjórri í hugsun eða bæði með sumar tegundir en aðrar.
Skipanir
Orð hverrar skipanar er ekki mikilvægast heldur stöðug notkun þess. Það eru ákveðnar skipanir sem eru viðurkenndar sem staðlaðar og almennt notaðar
Grunn Skipanir
Þjálfunar tæki
Ólar
Flatar ólar
Flatar ólar er oftast notaðar í "klikker þjálfun" og öðrum þjálfunar aðferðum þar sem leiðréttingar eru ekki notaðar eins og t.d. hvolpaþjálfun. Þær eru líka góðar í þjálfun á litlum hundum, hinsvegar þá hafa þeir sem nota þær tilhneigingu til að lyfta hundinum af jörðinni þegar það á að leiðrétta hundinn ef hann er með athyglina á öðru. Ólarnar eru venjulega úr næloni eða flötu leðri og festar með sylgju eða auð losanlegum smellum.
Slip ólar
Slip ólar (oftast kallaðar hengingarólar) eru úr keðju eða rúnuð efni eins og leðri eða nyloni. Metal hringir er í sitthvorum endanum. Í réttri notkun þá á ólin að gera snöggt smelli hljóð ekki rennandi hljóð þegar það er kippt í hana og losað strax til að gera hundinum bilt við eða til að ná athygli hans. Hugmyndin er ekki að hengja hundinn, sem getur gerst ef ólin er ranglega notuð.
Martingale ólar
Martingale ólar (líka kallaðar hálf-hengi ólar) eru oftast gerðar úr flötu leðri eða nyloni og með smá hluta af ólinni (gerðu úr nyloni eða keðju) sem, þegar togað er í tauminn, styttist og þrengist um háls hundsins að takmörkuðu leyti. Í réttri lengd eru þær aðeins lausari um háls hundsins þegar þær eru slakar og þrengjast ekki eins um háls hundsins og eins og Slip ólarnar þegar þær þrengjast um háls hundsins
Önnur atriði
Taumurinn
Taumurinn er notaður til að tengja hundinn við stjórnandann, leiða hundinn og til að hafa stjórn á hundinum í þéttbýli. Flest sveitarfélög banna lausagöngu hunda. Taumar geta verið úr Nyloni, leðri eða keðju. Lengd getur verið mismunandi allt frá 20cm til 2 metra, algengast lengd er samt 160cm sem er notuð í taumgöngu og í hundanámskeiðum. Lengri taumar eru líka notaðir til að kenna hundi að koma úr langri fjarlægð.
Klikkerinn
Klikkerinn er lítill hlutur sem kemst vel fyrir í lófa, sem gefur frá sér stutt og greinilegt hljóð, sem notað er til að "merkja" æskilega hegðun. Klikkerinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á síðustu árum, sem þjálfunaraðferð sem notast ekki við að leiðrétta hundinn á neinn hátt.
Keppnis Hlýðni
Fyrir hundaeiganda sem hefur gaman samkeppni og getur notið tækifærisins að vera eitt teymi með hundinum sínum þá er keppnishlýðni í boði. Hundar geta unnið sér inn hlýðni titla og keppt um stigahæðsta hund.
Í keppum er ekki nóg að sitja, liggja og ganga í taum. Hundur og stjórnandi gera flestar æfingar án taums og dæmd er hver æfing fyrir eftir fyrirfram ákveðnum ákvæðum. Til dæmis á innkalli, á hundurinn að koma beint til stjórnandas, án þess að stoppa á leiðinni og þefa eða ráfa til hliðanna, og setjast fyrir framan eða á vinstri hlið stjórnandans. Þjálfun fyrir keppnis hlýðni byggist á grunnhlýðni.
Hlýðni í öðrum tilgangi
Það er margar ástæður til að hlýðni þjálfa hund aðra en bara fyrir Bronspróf. Til dæmis, þjónustuhundar þeir þurfa að hlýðni "sestu" og "niður" skipunum fullkomlega, en þeir þurfa ekki að sýna þær í keppnum.
Hundar sem keppa í öðrum hundasportum eins og til dæmis hundafimi verða að geta verið lausir í taum án, innan um annað fólk og hunda, án þess að ráfa um.
Heimildir Wikipedia.
Höfundur Ragnhildur Gísladóttir
Hlýðni Þjálfun á oftast við að þjálfun hund og hugtakið er oftast notað í því samhengi. Hlýðni þjálfun nær frá einfaldri hlýðni þjálfun, eins og að kenna hundi að bregðast við ýmsum skipunum eins og "sitja", "liggja", "koma" og "kyrr", til keppnis hlýðni með fleiri og flóknari skipunum, þar sem hund er dæmdur fyrir nákvæmni og framkvæmd æfinga.
Hlýðni felur í sér að fylgja eftir skipun sem gefin er af stjórnanda. Svo að hundur getur talist hlýðni en ekki aðeins þjálfaður í hlýðni, verður hann að framkvæma skipun sem honum er gefin fljótt og í hvert skipti sem skipun er gefin, af stjórnanda hans. Hundur getur farið í gegnum hlýðni þjálfun án þess að vera hlýðinn. Ef hundurinn á að geta talist hlýðni þjálfaður ætti hann að hlýða strax hverri skipun sem stjórnandi gefur honum. Í ströngustu merkingu ætti hlýðni þjálfaður hundur að vera hlýðinn hundur.
Að þjálfa hund í hlýðni getur verið endalaus og langur ferill. það fer allt eftir hundinum, aðferðunum sem notaðar eru, hæfni og skilningur þjálfarans og stjórnanda hundsins. Stig hlýðni þjálfunar sem stjórnandi vill ná með hundinn er líka stór þáttur í tíma sem fer í þjálfun auk þeirra skuldbindinga sem stjórnandinn er til í að setja í þjálfunina.
Hlýðni þjálfun er oft forsenda fyrir eða hluti af annari þjálfun.
Eiginleg þjálfun hundsins getur verið gerð af hverjum sem er, þjálfara, eiganda eða vini. Venjulega er það einstaklingurinn sem sér um hundinn og býr með honum sem tekur þátt og þjálfar hundinn, þar sem það eru þeir sem muni gefa skipanirnar. Sambands og traust milli hundsins og þjálfarans er mikilvægt til að ná árangri.
Grunn- eða byrjenda hlýðni er oft stutt námskeið sem geta verið frá 6 til 10 vikna námskeið, þar sem stjórnanda er sýnt hvernig á að eiga samskipti við hundinn og þjálfa hana í nokkrum einföldum skipunum. Í flestum aðferðum er hundi aðeins kend ein skipun í einu. Það þarf þó ekki alltaf að vera orð tengt æfingunni, að ganga fallega í taum eða taumstjórn, er oftast með fyrstum æfingum sem kend er áður en farið er í aðrar skipanir.
Sagan
Vinnuhundar hafa alltaf lært að hlýða skipunum sem tengjast þeirri vinnu sem þeir hafa gengt í gegnum tíðina, eins og til dæmist smala hundar sem reka hópa af dýrum eftir flautuðum skipunum frá fjárhirði eða veiðihundur sem leitar að bráð eða sækir bráð eftir skipun frá veiðimanni.
Á tuttugustu öldunni, formleg hundaþjálfun á rætur sínar að rekja til Hers- og Lögreglu notkunar, aðferðirnar sem notaðar eru að mestu endurspegluðu þjálfunaraðferðir á fólki. Um mið og seinni part aldarinnar, hinsvegar, sýndu fleiri og fleiri rannsóknir að breyting á frjálsri hegðun og jákvæð styrking varð vinsælli. Þjálfara sjávarspendýra notuð Klikkera til að "merkja" æskilega hegðun og gáfu nammi sem verðlaun. Breytingar í þjálfunar aðferðum dreifðust smátt og smátt inní heim hundaþjálfunar. Í dag treysta margir hundaþjálfara að miklu leiti á jákvæða styrkingu til að kenna hunda nýja hegðun.
Í grunnhlýðni vilja eigendur hunda sem þeir geta ánægjulega deilt húsi, bíl með eða göngutúr. Sumir hunda þurfa litla þjálfun til að læra að sitja, liggja, eða koma á skipun. Aðrir hundar geta verið meira krefjandi. Nýjir hundaeigendur gætu fundist þjálfunin of erfið og tekið litlum framförum afþví þeir ætlast til að hundurinn hagi sér og hugsi eins og manneskja og verða hissa og undrandi þegar hundurinn gerir það ekki.
Hundar sem fram á að geta gert áður nefndar skipanir og gengið fallega í taum auk annara æfinga geta tekið Bronsmerkja próf á vegum HRFÍ. En í Bronsmerkja prófi eru aðeins grunnhlýðni æfingar.
Hunda gáfur og þjálfun
Ákveðnar tegundir eins og Dobermann, þýskur fjárhundur, Border Collie, Labrador og Golden Retriver hafa það orðspor að vera auðveldari í þjálfun en aðra tegundur, eins og sumar Hound tegundur (afghan og wippet) og sleðahundar. Tegundir sem hafa verið ræktaðar í mörg ár til að framkvæma ákveðin verkefni umfram aðrar tegundir (t.d. blóðhundar og Husky) eða tegundir sem hafa verið ræktaðar til að vinna sjálfstætt (eins og terrir) geta verið ögrandi viðfangsefni að hlýðni þjálfa
Hunda gáfur getur sett á sig ýmsa mynd. Hundur sem er kannski ekki auðveldur í þjálfun getur aftur á móti átt mjög auðvelt með að finna út hvernig eigi að opna eldhússkápana eða að sleppa út vel girtum garði. Nýjir hunda eigendur verða að hafa í huga þjálfunareiginleika og orkustig hundsins, hreyfingarþörf og önnur atriði áður en þeir velja nýtt gæludýr. Miklar gáfur er ekki endilega góður hlutir í hundi þar sem gáfaður hundur getur þurft á mikilli daglegri andlegri örvun svo hann fari ekki að vera með leiðindi og eyðileggjandi.
Ekkert hundakyn er ómögulegt að hlýðni þjálfa, en nýjir hundaeigendur gætu fundist erfitt að þjálfa sumar tegundir. Hæfileikinn til að læra grunn hlýðni - og jafnvel margbrotin hegðun - býr í öllum hundum. Eigendur gætu bara þurft aðeins meiri þolinmæði, frjórri í hugsun eða bæði með sumar tegundir en aðrar.
Skipanir
Orð hverrar skipanar er ekki mikilvægast heldur stöðug notkun þess. Það eru ákveðnar skipanir sem eru viðurkenndar sem staðlaðar og almennt notaðar
Grunn Skipanir
- Sestu: Hundurinn er í sitjandi stöðu.
- Niður (Leggstu): Hundurinn liggur með olnboga og hækla á jörðinni.
- Hæll: Haus eða axlir hunds eru samsíða vinstri fæti stjórnandans.
- Komdu: (notað í innkalli) Hundurinn kemur til stjórnandans.
- Kyrr: Hundurinn á að vera kyrr í þeirri stöðu (sitjandi, liggjandi eða standandi) og staðsetningu þegar skipunin var gefin þangað til stjórnandi losar hundinn úr skipun.
- Stopp – Hundur sem einfaldlega hættir að gera það sem hann er að gera og leggst niður eftir skipun frá stjórnanda alveg sama hveru langt frá stjórnandanum hann er. Sumir stjórnendur nota þýska orðið Platz fyrir þessa skipun.
- Standa – Hundurinn stendur kyrr. Skipun notið í "Stand á göngu" t.d.
- Farðu í bælið, búrið eða inn: Segir hundinum að hann eigi að fara í bælið sitt, búrið eða inní bíl t.d. og að vera þar þangað til hann fær leyfi til að gera annað. Hundinum er frjálst að hreyfa sig á þessum stað, standa upp, leggjast, snúa sér eða setjast, ólíkt skipuninni Kyrr. Þægilegt þegar það þarf að halda hundinum öruggum á einum stað.
- Slepptu eða hættu: Hundar geta tekið allt mögurlegt upp jafnvel eitthvað sem þeir ættu ekki að taka. Hundur sem getur sleppt hverju sem er á skipun alveg sama hverju "girnilegt" það er (og það sem er girnilegt fyrir hunda getur verið illalyktandi og ógeðslegt) er hundur getur látist stjórnast af eigandanum sem getur þá komið í veg fyrir að hundurinn éti eitthvað hættulegt eða eyðilagt hluti
- Kjurt: Skipun sem segir hundinum að láta hlutinn vera. Þægilegt til að koma í veg fyrir að hundur taki eitthvað í kjaftinn sem hann á að láta vera.
- Gjörðu svo vel: Hundur sem getur látið viðkomandi hlut, svo sem nammi eða dót, vera þangað til hann fær skipun um að taka það. Líka hægt að nota til að láta hund taka og halda á hlut sem hann hefur lítinn eða engann áhuga á.
- Gefa: Hundurinn er með hlut í munninum og á að "gefa" eigandanum hlutinn með því að láta hlutinn í hönd eigandans. Mjög þægileg skipun þegar hundurinn er með eitthvað sem þú átt og vilt ná aftur áður en hundurinn felur það eða eyðurleggur.
- Tala: Hundur, sem hefur verið kend þessi skipun, geltir einu sinni eða oftar þegar honum er sagt það.
- Rúlla: Hundurinn á að leggjast og velta sér og standa aftur upp.
- Sækja: Hundurinn á að sækja hlut sem eigandinn hefur hent fyrir hundinn og koma með hann til baka.
Þjálfunar tæki
Ólar
Flatar ólar
Flatar ólar er oftast notaðar í "klikker þjálfun" og öðrum þjálfunar aðferðum þar sem leiðréttingar eru ekki notaðar eins og t.d. hvolpaþjálfun. Þær eru líka góðar í þjálfun á litlum hundum, hinsvegar þá hafa þeir sem nota þær tilhneigingu til að lyfta hundinum af jörðinni þegar það á að leiðrétta hundinn ef hann er með athyglina á öðru. Ólarnar eru venjulega úr næloni eða flötu leðri og festar með sylgju eða auð losanlegum smellum.
Slip ólar
Slip ólar (oftast kallaðar hengingarólar) eru úr keðju eða rúnuð efni eins og leðri eða nyloni. Metal hringir er í sitthvorum endanum. Í réttri notkun þá á ólin að gera snöggt smelli hljóð ekki rennandi hljóð þegar það er kippt í hana og losað strax til að gera hundinum bilt við eða til að ná athygli hans. Hugmyndin er ekki að hengja hundinn, sem getur gerst ef ólin er ranglega notuð.
Martingale ólar
Martingale ólar (líka kallaðar hálf-hengi ólar) eru oftast gerðar úr flötu leðri eða nyloni og með smá hluta af ólinni (gerðu úr nyloni eða keðju) sem, þegar togað er í tauminn, styttist og þrengist um háls hundsins að takmörkuðu leyti. Í réttri lengd eru þær aðeins lausari um háls hundsins þegar þær eru slakar og þrengjast ekki eins um háls hundsins og eins og Slip ólarnar þegar þær þrengjast um háls hundsins
Önnur atriði
Taumurinn
Taumurinn er notaður til að tengja hundinn við stjórnandann, leiða hundinn og til að hafa stjórn á hundinum í þéttbýli. Flest sveitarfélög banna lausagöngu hunda. Taumar geta verið úr Nyloni, leðri eða keðju. Lengd getur verið mismunandi allt frá 20cm til 2 metra, algengast lengd er samt 160cm sem er notuð í taumgöngu og í hundanámskeiðum. Lengri taumar eru líka notaðir til að kenna hundi að koma úr langri fjarlægð.
Klikkerinn
Klikkerinn er lítill hlutur sem kemst vel fyrir í lófa, sem gefur frá sér stutt og greinilegt hljóð, sem notað er til að "merkja" æskilega hegðun. Klikkerinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á síðustu árum, sem þjálfunaraðferð sem notast ekki við að leiðrétta hundinn á neinn hátt.
Keppnis Hlýðni
Fyrir hundaeiganda sem hefur gaman samkeppni og getur notið tækifærisins að vera eitt teymi með hundinum sínum þá er keppnishlýðni í boði. Hundar geta unnið sér inn hlýðni titla og keppt um stigahæðsta hund.
Í keppum er ekki nóg að sitja, liggja og ganga í taum. Hundur og stjórnandi gera flestar æfingar án taums og dæmd er hver æfing fyrir eftir fyrirfram ákveðnum ákvæðum. Til dæmis á innkalli, á hundurinn að koma beint til stjórnandas, án þess að stoppa á leiðinni og þefa eða ráfa til hliðanna, og setjast fyrir framan eða á vinstri hlið stjórnandans. Þjálfun fyrir keppnis hlýðni byggist á grunnhlýðni.
Hlýðni í öðrum tilgangi
Það er margar ástæður til að hlýðni þjálfa hund aðra en bara fyrir Bronspróf. Til dæmis, þjónustuhundar þeir þurfa að hlýðni "sestu" og "niður" skipunum fullkomlega, en þeir þurfa ekki að sýna þær í keppnum.
Hundar sem keppa í öðrum hundasportum eins og til dæmis hundafimi verða að geta verið lausir í taum án, innan um annað fólk og hunda, án þess að ráfa um.
Heimildir Wikipedia.
Höfundur Ragnhildur Gísladóttir