Heljuheims Herja og Heljuheims Fenrir voru skráð á Febrúarsýningu HRFÍ 23 febrúar síðastliðinn. Þeim gekk báðum mjög vel og fengu bæði heiðursverðlaun. Eris - Heljuheims Herja - varð besti tíkar hvolpur tegundar og Heljuheims Fenrir - Zorro - varð Besti hvolpur tegundar og varð svo Annar Besti Hvolpur Sýningar 4-6 mánaða. Ég er ekkert smá ánægð með þann árangur.
Helgina eftir var haldin Schnauzerdeildarsýning. Eris, Þruma, Lotta, Zorro og Þjálfi voru skráð á sýninguna. Þau fengu öll heiðursverðlaun. Eris varð besti tíkar hvolpurinn og Þjálfi besti rakka hvolpurinn. Þjálfi varð besti Hvolpur tegundar og svo Besti Hvolpur Sýningar 4-6 mánaða. Ég er alveg í skýjunum með þennan árangur minnar ræktunar á sýningum og vona að þetta sé bara byrjunin.
Helgina eftir var haldin Schnauzerdeildarsýning. Eris, Þruma, Lotta, Zorro og Þjálfi voru skráð á sýninguna. Þau fengu öll heiðursverðlaun. Eris varð besti tíkar hvolpurinn og Þjálfi besti rakka hvolpurinn. Þjálfi varð besti Hvolpur tegundar og svo Besti Hvolpur Sýningar 4-6 mánaða. Ég er alveg í skýjunum með þennan árangur minnar ræktunar á sýningum og vona að þetta sé bara byrjunin.