Heljuheims Freki kom í smá snyrtingu til mín fyrir sýninguna sem er eftir nokkra daga. Ég er rosalega ánægð með það hvernig hann er að þroskast.
Helgina 7-8 sept er Alþjóðameistarstigssýningi hjá Hundaræktarfélagi Íslands og verða 4 Risar sýndir. Heljuheims Freki, Muninn og Fenrir verða sýndir ásamt Mir-Jan's Campari.
Í gær tókum við smá æfingu með strákana en planið er að sýna þá í ræktunar og afkvæmahóp á sýningunni. Erró er kominn með heimili og ætlar að flytja á Akureyri eftir nokkra daga :-)
Heljuheims Sleipnir — Erró þurfti því miður að koma aftur til okkar og leitar því að nýju ástríku heimili.
Erró er rétt rúmlega 10 mánaða risaschnauzer hvolpur. Hann er góður með öðrum hundum og börnum. Hann kann að setjast og leggjast og eitthvað fleira. Ef þú hafur áhuga á að veita Erró áatríkt og gott framtíðarheimili þá máttu endilega hafa samband við mig í síma 8651945 eða e-mail [email protected]. |